• 1 poki ,375g Hälsans Kök Bitar á la Kjúkling
  • 1 poki, 240g, Hälsans Kök Teningar á la Beikon
  • 2 stk romainsalat
  • 1 stk rauð paprika
  • 100g kirsuberjatómatar
  • Dressing
  • 250 ml sýrður rjómi
  • 1 stk hvítlauksgeiri
  • ½ dl rifin parmesan ostur
  • Safi úr ¼ sítrónu
  • Salt og pipar

Aðferð

Blandið hráefnum sem nota skal í dressingu vandlega saman og smakkið til með salti og pipar, kælið. Rífið niður romainsalat skerið papriku í strimla og tómata til helminga og setjið allt í stóra skál. Hitið pönnu með olíu og steikið kjúklingabita og beikon og leggið til hliðar. Blandið saman salati og dressingu og leggið á stórt fat. Dreifið yfir salatið kjúklingabitum og beikoni. Gott er að saxa steinselju eða aðrar jurtir og setja yfir salatið. Berið gjarnan fram með brauði eða brauðteningum.

Gott  ráð: Gott er að saxa örlítið af ansjósum og setja í dressinguna.